caterpillar jarðýtur á íslandi

Nú er af sú tíð að jarðýtum sé ekið langar leiðir fyrir eigin afli. Þar ber tvennt til´, slitlag komið á stóran hluta vegakerfisins, og flutningavagnar á hverju strái. Nokkur dæmi þekki ég um langa ökutúra af þessu tagi, Einhvern tíma heyrði ég að Norðurverksmenn hefðu ekið D6 C af Möðrudalsöræfum suður á Hornafjörð. Kristján Sigurbrandsson ók D7 F frá Patreksfirði að Reykhólum vorið 1974. Viggó Brynjólfsson ók vél sinni frá Akureyri til Skagastrandar um hávetur. Hjörleifur Ólafsson ásamt félaga sínum óku tveim Cat D8 (2U) frá Húsavík austur á Heiðarfjall með lykkju inn á brú á Jökulsá á Fjöllum. Voru viku í túrnum. Var uppálagt að stansa á fjögurra tíma fresti og bæta gírfeiti í rúllur. Matthías á Fossi í Arnarfirði ók D 8 sinni úr Dalasýslu vestur í Arnarfjörð um Dynjandisheiði á útmánuðum 1966 og mokaði veginn í í leiðinni. Nærri má geta að víra-áttan hefur verið stirðbusaleg á klakanum. Matthías lét sér hins vegar fátt fyrir brjósti brenna. Einu sinni var honum þó illa brugðið.